„Á hverju kvöldi borða ég kjúklingafætur, gufusoðna kjúklingafætur,“ sagði Andros Townsend fyrrum leikmaður enska landsliðsins og í dag leikmaður Luton.
Townsend sagði frá þessu í viðtali við Ben Foster en þessi fyrrum markvörður átti erfitt með að trúa þessu. „Nei þú gerir það ekki?,“ sagði Foster en því lofaði Townsend að svo væri.
Hann segist naga allt kjöt af beinunum og reynir að fara ein nálægt öllum beinum og hægt er.
„Ég sver þetta, kollagenið er í kjúklingafótunum, þar er brjóskið líka,“ segir Townsend.
@benfcyclinggk The CRAZY meal Townsend eats every night… 😳 #premierleague #lutontown #benfoster #androstownsend ♬ original sound – Ben Foster The Cycling GK
„Það er í rauninni svo mikið af góðgæti í kjúklingafæti að nú setja þeir það í pillur og setja það í sprautur.“
„Pillurnar sem þú tekur á æfingu eru aðallega úr kjúklingafótum og svona tilviljanakenndum hlutum.“
Hann segist reglulega panta sér mikið magn af þessu. „Ég panta þetta á netinu. Mikið magn í einu og skelli því í frysti.“