Lee Sharpe, fyrrum kantmaður Manchester United og Grindavíkur sendir kveðju til Íslands í dag og hugsar til fólksins í sínum gamla heimabæ.
Sharpe var ungstirni hjá Manchester United og lék um og yfir 200 leiki fyrir félagið áður en hann fór á flakk árið 1996.
Sharpe gekk svo í raðir Grindavíkur árið 2003 og sendir þeim kveðjur í dag nú þegar eldhræringar eru á svæðinu.
„Hugsa til hins frábæra fólks í Grindavík, mjög sérstakur staður,“ segir Sharpe í færslu á Twitter.
Grindvíkingar hafa þurft að rýma bæjarfélagið sitt og algjörlega er óvíst er hvenær fólk getur aftur farið til síns heima.
Koma Sharpe til Grindavíkur vakti mikla athygli á sínum tíma en frammistaða hans innan vallar voru mikil vonbrigði.
Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place 🙏🙏
— Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023