Martin Odegaard miðjumaður Arsenal hefur misst af síðustu tveimur deildarleikjum liðsins eftir að hafa fengið bolta í andlitið á æfingu.
Odegaard er 24 ára gamall og er fyrirliði Arsenal, hann hefur nú misst af þremur leikjum í öllum keppnum.
Ödegaard var í vandræðum með mjöðmina á sér en var byrjaður að æfa þegar hann fékk þungt högg á andlitið.
Bolti á fullri ferð fór í andliti norska miðjumannsins og fékk hann heilahristing vegna þess.
Þegar slíkt kemur upp þarf leikmaður að hvíla sig í sex daga og til að leyfa mjöðminni að jafna sig ákvað Arsenal að taka enga sénsa.
Ödegaard sleppti einnig verkefnum með norska landsliðinu sem nú er að fara í gang en á að vera klár eftir fríið.