fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hafa lagt fram tilboð til Vöndu um að laga Laugardalsvöll – Sér fyrir sér nýjan þjóðarleikvang á Blikastaðalandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í ÍTF (Íslenskur toppfótbolti) hefur ásamt öðrum tengdum FH byggt um hybrid æfingavöll hjá félaginu. Um er að ræða blöndu af gervigrasi og hinu hefðbunda grasi.

Gervigrasinu er skotið ofan í jarðveginn og síðan er grasið lagt ofan á. Með þessu á að vera hægt að nota grasvelli yfir miklu lengra tímabil á Íslandi. Er þessi aðferð þekkt út um allan heim.

Hjá KSÍ er það til skoðunar að laga grasflötinn á Laugardalsvelli, aðilar innan KSÍ hafa skoðað gervigras, hybrid gras og venjulegt gras. Vilja margir fara hybrid leiðina sem hefur gefið sér vel þar sem kalt er í veðri.

„Við höfum gefið sambandinu, lagt fram til formannsins sem er að hætta. Við gáfum þeim tilboð um að gera þetta, byggt á því sem við höfum verið að gera,“ segir Jón Rúnar í hlaðvarpsþættinum Tveir á tvo.

Talið er að framkvæmdin á Laugardalsvelli myndi kosta í kringum 500 milljónir, lagður yrði hiti undir völlinn og síðan keyptur allur sá búnaður sem til þarf.

„Við viljum meina að það sé hægt að gera þetta, við hefðum getað gert þetta þannig að það detta ekki niður leikur. Að gera þetta á sama tíma í Kaplakrika og Laugardalsvöll, þá er hægt að spila minni leiki í Kaplakrika sem kallar á minni umgjörð. UEFA og FIFA þeir myndu taka þátt í því, auðvitað kæmi ríkið með eitthvað.“

Jón Rúnar telur svo að byggja þurfi nýjan þjóðarleikvang en ekki í Laugardalnum. „Innan einhvers tíma í því yrði gert plan um að byggja þjóðarleikvang og ég sé hann fyrir mér í Blikastaðalandi, ég er ekki búinn að tala við eigandann,“ segir Jón en um er að ræða svæði sem er á milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar.

Blikastaðarland.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea