fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Hafa lagt fram tilboð til Vöndu um að laga Laugardalsvöll – Sér fyrir sér nýjan þjóðarleikvang á Blikastaðalandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í ÍTF (Íslenskur toppfótbolti) hefur ásamt öðrum tengdum FH byggt um hybrid æfingavöll hjá félaginu. Um er að ræða blöndu af gervigrasi og hinu hefðbunda grasi.

Gervigrasinu er skotið ofan í jarðveginn og síðan er grasið lagt ofan á. Með þessu á að vera hægt að nota grasvelli yfir miklu lengra tímabil á Íslandi. Er þessi aðferð þekkt út um allan heim.

Hjá KSÍ er það til skoðunar að laga grasflötinn á Laugardalsvelli, aðilar innan KSÍ hafa skoðað gervigras, hybrid gras og venjulegt gras. Vilja margir fara hybrid leiðina sem hefur gefið sér vel þar sem kalt er í veðri.

„Við höfum gefið sambandinu, lagt fram til formannsins sem er að hætta. Við gáfum þeim tilboð um að gera þetta, byggt á því sem við höfum verið að gera,“ segir Jón Rúnar í hlaðvarpsþættinum Tveir á tvo.

Talið er að framkvæmdin á Laugardalsvelli myndi kosta í kringum 500 milljónir, lagður yrði hiti undir völlinn og síðan keyptur allur sá búnaður sem til þarf.

„Við viljum meina að það sé hægt að gera þetta, við hefðum getað gert þetta þannig að það detta ekki niður leikur. Að gera þetta á sama tíma í Kaplakrika og Laugardalsvöll, þá er hægt að spila minni leiki í Kaplakrika sem kallar á minni umgjörð. UEFA og FIFA þeir myndu taka þátt í því, auðvitað kæmi ríkið með eitthvað.“

Jón Rúnar telur svo að byggja þurfi nýjan þjóðarleikvang en ekki í Laugardalnum. „Innan einhvers tíma í því yrði gert plan um að byggja þjóðarleikvang og ég sé hann fyrir mér í Blikastaðalandi, ég er ekki búinn að tala við eigandann,“ segir Jón en um er að ræða svæði sem er á milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar.

Blikastaðarland.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England