fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Souness kemur Arteta til varnar – ,,Augljóst fyrir alla sem vita eitthvað um fótbolta“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 14:00

Arteta á hliðarlínunni / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki venjan að Graeme Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, sýni þjálfurum eða leikmönnum mikinn skilning sem sparkspekingur.

Souness hefur lengi starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi og hefur verið duglegur að gagnrýna fjölmarga þjálfara og leikmenn á sínum ferli í því starfi.

Souness skilur hins vegar Spánverjann Mikel Arteta, stjóra Arsenal, sem var hundfúll eftir leik sinna manna við Newcastle um síðustu helgi.

Newcastle vann þann leik 1-0 með mjög umdeildu marki sem Anthony Gordon skoraði. VAR skoðaði þrjá mismunandi hluti áður en markið var dæmt gott og gilt en margir vilja meina að það hafi verið kolröng ákvörðun að leyfa markinu að standa.

,,Ég verð að viðurkenna það að ég vorkenni Mikel Arteta og skil hans viðbrögð eftir dómgæslu síðustu helgar,“ sagði Souness en Arteta var hundfúll eftir viðureignina.

,,Það að leyfa marki Anthony Gordon að standa var einfaldlega rangt og það var augljóst fyrir alla þá sem vita eitthvað um fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig