fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Börkur spurður út í heita sætið í Laugardalnum í kjölfar þess að Vanda tilkynnti ákvörðun sína – „Þá koma allir og vilja fá kampavínsdreitilinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki gefa kost á sér til formennsku KSÍ á ný og í kjölfarið hafa margir verið mátaðir við stól hennar.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er einn af þeim sem hafa verið orðaður við formannnsstarfið. Í þættinum Mín Skoðun með Valtý Birni á Brotkast.is var Börkur spurður út í það hvað góður formaður þyrfti að hafa.

„Þú þarft að hafa ákveðna forystu- og leiðtogahæfileika. Þú þarft að vera góður í samskiptum og átta þig á því hvernig hjarta- og æðakerfið virkar í íslenskum fótbolta, sem eru félögin. Þú þarft að vera í góðum og miklum samskiptum við félögin, stór og smá, skilja hvað er í gangi þar bæði í rekstri, utanumhaldi og hvaðan þessi félög koma,“ sagði Börkur og hélt áfram.

„Þú þarft að vera góður að koma fram fyrir hönd knattspyrnusambandsins og þú mátt ekki vera ákvörðunarfælinn. Þú þarft að geta tekið ákvarðanir, vinsælar sem óvinsælar og staðið við þær. Ég þekki það frá starfinu í Val að þegar þú tekur ákvarðanir ertu stundum einn, það hlaupa allir í burtu ef ákvörðunin er óvinsæl. En ef leikur vinnst og allir eru ánægðir með það sem þú ert að gera koma allir og vilja fá kampavínsdreitilinn.“

Starf formanns KSÍ er, eins og sést hefur síðustu ár, oft í brennidepli og mikið í umræðunni.

„Þú þarft að vera sterkur persónuleiki og þola mikla gagnrýni. Þú mátt ekki taka því persónulega. Þetta er kannski það helsta sem þú verður bara að hafa ef þú ætlar að vera farsæll leiðtogi fótboltans á Íslandi því þetta er hörkupólítík og mjög óeigingjarnt starf. Það eru margir sem hafa skoðanir á þér sem persónu og því sem þú ert að gera,“ sagði Börkur, en brotið þar sem þetta er rætt er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn