fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Manchester United í snúinni stöðu eftir tap í Kaupmannahöfn – Þægilegt hjá Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 22:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum er nýlokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikið var í riðlum A, B, C og D.

A-riðill

FC Kaupmannahöfn tók á móti Manchester United í ótrúlegum leik. Það stefndi í nokkuð þægilegt kvöld fyrir gestina frá Englandi og kom Rasmus Hojlund þeim í 0-2 á fyrsta hálftímanum gegn sínum gömlu félögum.

Á 42. mínútu fékk Marcus Rashford hins vegar hálf fáránlegt rautt spjald og við það breyttist leikurinn. Mohamed Elyounossi minnkaði muninn fyrir FCK áður en Diogo Goncalves jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Á 69. mínútu fékk United vítaspyrnu og úr henni skoraði Bruno Ferndandes. Útlitið orðið gott fyrir gestina að nýju.

FCK átti hins vegar eftir að snúa dæminu við. Lukas Lerager jafnaði á 83. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Roony Bardghji sigurmark leiksins. Lokatölur 4-3.

Í sama riðli vann Bayern Munchen 2-1 sigur á Galatasaray þar sem Harry Kane skoraði bæði mörk þýska liðsins.

Bayern er með fullt hús eftir fjóra leiki en baráttan um annað sætið er galopin. FCK er í öðru sætinu með 4 stig, eins og Galatasaray. United er svo á botninum með 3 stig en liðið á eftir að mæta Bayern og Galatasaray.

B-riðill

Arsenal er komið í góða stöðu í þessum riðli eftir ansi þægilegan sigur á Sevilla í kvöld. Leandro Trossard kom Skyttunum yfir eftir frábæra sókn á 29. mínútu.

Bukayo Saka innsiglaði svo 2-0 sigur með glæsilegu marki. Fór hann svo reyndar út af, að því er virtist vegna meiðsla, en ekki er vitað hvort það sé alvarlegt.

Í hinum leik riðilsins vann PSV 1-0 sigur á Lens og baráttan um annað sætið því hörð.

Arsenal er efst með 9 stig, PSV í öðru með 5, Lens í þriðja með jafnmörg og Sevilla með 2 stig.

Getty Images

C-riðill

Real Madrid vann þægilegan 3-0 sigur á Braga frá Portúgal. Brahim Diaz kom Madrídingum yfir á 27. mínútu. Vinicius Junior og Rodrygo innsigliðu svo 3-0 sigur með mörkum með skömmu millibili þegar um hálftími lifði leiks.

Úrslitin þýða að Real Madrid er komið í 16-liða úrslit og er efsta sæti nokkuð tryggt einnig. Liðið er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Napoli, sem gerði óvænt jafntefli við Union Berlin í dag, er einnig í góðri stöðu en liðið er með 7 stig í öðru sæti, 4 stigum á undan Braga og 6 á undan Union.

Getty Images

D-riðill

Í D-riðli skoraði Lautaro Martinez eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu í sigri gegn RB Salzburg.

Í hinum leik riðilsins vann Real Sociedad þægilegan sigur á Benfica fyrr í dag og eru bæði þessi lið tryggð í 16-liða úrslit.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins