fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Þurfti aftur að biðjast afsökunar á gömlum færslum sínum – „Ég var að berja eiginkonuna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 18:30

Phil Neville. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Neville hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska knattspyrnuliðsins Portland Timbers. Ekki voru allir sáttir við ráðninguna.

Fyrrum knattspyrnumaðurinn hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Inter Miami í sumar en hann hefur einnig stýrt enska kvennalandsliðinu.

Aðdáendahópur Portland Timbers lýsti yfir ósætti sínu við ráðninguna á Neville í ljósi ummæla kappans um konur á samfélagsmiðlum 2011 og 2012.

„Góðan daginn karlmenn. Tveir tímar af krikket fyrir vinnu. Stefnir í frábæran dag,“ skrifaði Neville til að mynda á árum áður og var þá spurður af hverju hann byði bara karlmönnum góðan dag.

„Ég hélt að konurnar væru of uppteknar við að undirbúa morgunmat og koma krökkunum af stað í skólann,“ svaraði Neville þá.

„Ég er afslappaður. Ég varð að berja eiginkonuna og líður mun betur núna,“ skrifaði hann í annarri færslu og í enn annarri stóð: „Þið konur viljið alltaf jafnrétti þar til kemur að því að borga reikningana.“

Neville segir að þessi gömlu ummæli séu langt frá hans gildum í dag.

„Ég ræddi þetta líka þegar ég tók við enska kvennalandsliðinu 2019. Þetta endurspeglar engan veginn mína persónu eða það hvernig ég var alinn upp af mömmu minni og pabba. 

Færslurnar eru eins rangar í dag og þær voru 2011. Mig langar að kynnast öllum í borginni og leyfa þeim að kynnast mér. Mig langar að okkar á milli ríki mikið traust,“ sagði Neville á blaðamannafundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta