fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hareide fagnar endurkomu Jóhanns í landsliðið – „Hann spilar á hæsta mögulega leveli fótboltans“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 11:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við verðum að vinna með liðið og reyna að halda í stöðugleika fyrir liðið, þess vegna hef ég reynt að gera ekki of miklar breytingar,“ segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands um nýjasta hóinn sinn.

Sjáðu hópinn sem Hareide valdi

Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn eftir meiðsli og Stefán Teitur Þórðarson fær sitt fyrsta tækifæri í hópnum hjá Hareide.

„Jóhann Berg kemur aftur, hann er byrjunarliðsmaður fyrir okkur miðað við reynsluna og gæðin í þeirri deild sem hann spilar í. Ég vildi skoða Stefán Teit sem var meiddur í sumar.“

„Ég vildi setja Andra Lucas Guðjohnsen í U21 árs liðið, hann styrkir þá mikið og við verðum að koma liðinu á lokamótið þar.“

Hareide segir það styrkja íslenska landsliðið mikið að fá Jóhann Berg aftur inn. „Hann er mjög reyndur leikmaður, hann spilar á hæsta mögulega leveli fótboltans. Að fá hann inn gefur okkur reynsluna, við fengum mörg jákvæð svör í síðasta verkefni. Við fáum Jóhann inn núna sem gerir vinstri vænginn okkar sterkari.“

Aron Einar Gunnarsson er á leið til Kaupmannahafnar að hitta sjúkraþjálfara sem fer yfir hans mál, Aron æfir með Al-Arabi í Katar en fær ekki að spila. „Ég talaði við Aron í síðustu viku, hann er á leið til Kaupmannahafnar þar sem meiðslin verða skoðuð. Hann hefur æft reglulega með Al-Arabi síðustu vikur en ekki spilað. Svo lengi sem hann er heill heilsu þá er það gott fyrir hópinn, við sáum muninn á hópnum í glugganum síðast og þar á undan þegar Aron var ekki. Hann hefur áhrif á leikmennina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu