fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Meistaradeildin: Haaland skaut meisturunum áfram – Milan sprengdi upp F-riðilinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 21:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er komið áfram í Meistaradeild Evrópu og getur sett tærnar upp í loft í síðustu tveimur umferðunum.

RB Leipzig er sömuleiðis komið áfram en það var stuð í Meistaradeildinni í kvöld.

E-riðill:

Í Madríd var Celtic mætt í heimsókn til Atletico Madrid en gestirnir áttu aldrei séns. Heimamenn unnu þar sannfærandi 6-0 sigur.

Lino og Saul skoruðu báðir eitt mark en Antoine Griezmann og Alvaro Morata skoruðu báðir tvö stykki.

Í sama riðli vann Lazio sigur á Feyenoord. Eftir fjórar umferðir er Atletico með átta stig, Lazio sjö stykki og Feyenoord sex stig.

Celtic er á botinum með eitt stig.

F-riðill:

PSG heimsótti AC Milan í kvöld og þar var það Milan Skriniar sem kom gestunum yfir. Heimamenn létu það hins vegar ekkert á sig fá.

Rafael Leo jafnaði á tólftu mínútu og gamli maðurinn, Olivier Giroud skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik.

Fyrr í kvöld hafði Dortmund unnið góðan sigur á Newcastle.

Riðilinn er mjög opinn þegar tvær umferðir eru eftir en Dortmund er á toppnum með sjö stig. PSG er með sex stig, AC Milan fimm og Newcastle er með fjögur stig.

Olivier Giroud fagnar í kvöld
Getty Images

G-riðill:

Erling Haaland var í stuði þegar Manchester City vann sannfærandi sigur á Young Boys, sá norski skoraði tvö og Phil Foden skoraði eitt í 3-0 sigri.

Í sama riðli vann RB Leipzig sigur á Rauðu Stjörnunni á útivelli þar sem Xavi Simmons var á skotskónum.

Manchester City er komið áfram úr riðlinum með tólf stig og Leipzig er sömuleiðis komið áfram með sín níu stig.

Young Boys og Rauða stjarnan eru með eitt stig þegar sex stig eru í boði.

H-riðill:

Porto vann góðan sigur á Royal Antwerp í kvöld og er liðið nú með níu stig líkt og Barcelona. Pepe var á meðal markaskorara, varnarmaðurinn geðugi frá Portúgal.

Barcelona tapaði frekar óvænt gegn Shaktar Donetsk á útivelli.

Danylo Sikan skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn en Barcelona er með níu stig á toppnum. Shaktar er með sex punkta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar