fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rússar gefa út handtökuskipun á ungan meðlim Pussy Riot – Verður ekki framseld frá Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 22:00

Shtein náði að flýja Rússland í maí árið 2022 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í vor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur dómstóll hefur gefið út handtökuskipun á tónlistarkonuna Lucy Shtein. Shtein er meðlimur hljómsveitarinnar Pussy Riot og er íslenskur ríkisborgari.

Samkvæmt rússneska ríkisfjölmiðlinum TASS er Shtein, sem er 26 ára gömul, gefið að sök að hafa dreift „falsfréttum“ um rússenska herinn. Rússar hafa hert mjög málfrelsið eftir innrásina í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Shtein á því von á allt að tíu ára fangelsisdómi í Rússlandi.

Skipunin var gefin út af dómara í Basmanny umdæminu í Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa sett Shtein á lista yfir glæpamenn á flótta. Verði hún framseld eða komi sjálfviljug til Rússlands verður hún sett í tveggja mánaða gæsluvarðhald fyrir réttarhöld.

Ummæli á Twitter

Ekki hefur verið gefið upp hvaða ummæli um ræðir en í febrúar greindu rússneskir ríkismiðlar frá því að Shtein hefði verið ákærð fyrir að „röng ummæli“ um rússneska herinn í Úkraínu á Twitter síðu sinni.

Rússnesk yfirvöld hafa áður sett Shtein á lista yfir glæpamenn á flótta. Það er í maí árið 2022 en ekki voru uppgefnar ástæður fyrir því.

Fengu ríkisborgararétt í maí

Shtein og hljómsveitarsystir hennar og kærasta Mariia Alekhiina, sem eru rússneskar að uppruna, fengu íslenskan ríkisborgararétt í maí síðastliðnum. Þær voru á meðal 18 af 94 einstaklingum sem Alþingi samþykkti að fengju ríkisborgararétt. Þremur öðrum Rússum var synjað um ríkisborgararétt.

Flúðu í sendlabúningum

Meðlimir Pussy Riot hafa gagnrýnt stjórn Pútíns um langt skeið og meðal annars setið í fangelsi vegna gjörnings í kirkju árið 2012. Gagnrýnin hefur ekki minnkað eftir innrásina en þær áttuðu sig þó á því að þeim yrði ekki vært í Rússlandi eftir herta löggjöf.

Shtein dulbjó sig sem matarsendil til að flýja Rússland.

Það reyndist hins vegar enginn hægðarleikur að flýja Rússland. Shtein og Alekhiina voru í nokkurs konar stofufangelsi í Moskvu en náðu að flýja yfir til Hvíta Rússlands og þaðan til Litháen eftir að hafa dulbúið sig sem matarsendla. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hjálpaði til við að útvega vegabréf til að komast til Litháen.

Framsal Íslendinga óheimilt

Í viðtali við Vísi í sumar sagðist Alekhiina að ríkisborgararétturinn veitti Pussy Riot frelsi og tækifæri til þess að ferðast um og halda baráttunni gangandi. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu í sumar og haust.

Óvíst er hversu mikið Shtein og félagar munu dvelja á Íslandi en hér eru þær þó öruggar fyrir rússneskum lögregluyfirvöldum. Íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja eigin ríkisborgara.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast