Ofurtölvan geðþekka stokkar spil sín eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni og nú er búið að birta líklegustu lokaniðurstöðuna eftir fjöruga umferð.
Tölvan spáir Manchester City áfram fjórða Englandsmeistaratitlinum í röð eftir baráttu við Arsenal.
Liverpool og Newcastle fara þá einnig í Meistaradeildina og skilja lið eins og Tottenham, Chelsea og Manchester United eftir í sárum.
Þá spáir tölvan því að allir þrír nýliðarnir fari rakleiðis niður um deild í vor.