fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Chelsea vann Tottenham í ótrúlegum fótboltaleik – Stóðu lengi vel í þeim níu gegn ellefu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 22:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók á móti Chelsea í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni og úr varð svakalegur leikur.

Heimamenn voru mun sterkari til að byrja með og kom Dejan Kulusevski þeim yfir á 6. mínútu.

Skömmu seinna hélt Heung-Min Son að hann væri að koma Tottenham í 2-0 en með hjálp VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Á 21. mínútu kom Raheem Sterling boltanum í netið fyrir Chelsea en mark hans var dæmt af vegna hendi í aðdragandanum.

Nokkrum mínútum síðar kom Moises Caicedo boltanum í net Tottenham og hélt hann væri að jafna en þá var markið dæmt af vegna rangstöðu. Þess í stað fékk Chelsea vítaspyrnu og Cristian Romero rautt spjald fyrir ljótt brot á Enzo Fernandez.

Cole Palmer fór á punktinn og skoraði. Staðan í hálfleik var 1-1.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik varð vont verra fyrir Tottenham þegar Destiny Udogie fékk sitt annað gulda spjald og þar með rautt.

Tveimur færri héldu leikmenn Tottenham Chelsea í skefjum en stíflan brast á 75. mínútu þegar Raheem Sterling renndi boltanum á Nicolas Jackson sem kom Chelsea í 1-2.

Ótrúlegt en satt fékk Tottenham sénsa til að jafna tveimur færri og kom Eric Dier knettinum meira að segja í netið. Var markið þó dæmt af vegna rangstöðu.

Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Jackson sitt annað mark og kom Chelsea í 1-3. Leikmenn Tottenham voru gjörsamlega sprungnir og skömmu síðar gulltryggði Jackson 1-4 sigur og þrennu sína í leiðinni.

Úrslitin þýða að Tottenham er áfram í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, stigi á eftir toppliði Manchester City. Chelsea er í tíunda sæti með 15 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift