fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á óléttri konu – Vitorðskona vistuð á stofnun

Pressan
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Farman Ullah, 25 ára Afgani, dæmdur í 16 ára fangelsi af dómstól í Holbæk í Danmörku. Honum verður einnig vísað frá Danmörku að afplánun lokinni. Hann myrti Sana Yaseen, 37 ára, þann 3. nóvember á síðasta ári. Hún var gengin 26 vikur þegar Ullah réðst á hana og stakk hana 78 sinnum. Barnið lést fjórum dögum síðar.

37 ára kona, sem var í vitorði með Ullah, var dæmd til vistunar á viðeigandi stofnun fyrir andlega veikt fólk. Engin tímamörk eru á hversu lengi hún á að dvelja þar. Konan var fundin sek um að hafa verið í vitorði með Ullah. Konan hafði árum saman verið unnusta Sana og bjuggu þær saman allt frá 2011, þegar þær komu til Danmerkur frá Afganistan, þar til Sana var myrt.

Sana var að setjast inn í bíl sinn klukkan 23.07, eftir að hafa lokið vakt á elliheimili, þegar Ullah réðst á hana og stakk hana 78 sinnum. Sana lést nokkrum mínútum síðar af völdum hrikalegra áverka sem hún hlaut við árásina.

Ekstra Bladet segir að saksóknari hafi haldið því fram fyrir dómi að Ullah hafi vísvitandi ætlað að drepa barnið því hann hafi skorið kvið Sana upp auk þess sem hann skar hana á háls og stakk ítrekað í brjóstið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar
Pressan
Fyrir 5 dögum

18 ára stúlka slapp úr sjö ára langri fangavist – Var neydd til að vera í hundabúri

18 ára stúlka slapp úr sjö ára langri fangavist – Var neydd til að vera í hundabúri