fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Luis Diaz fær enga refsingu þrátt fyrir að reglurnar segi til um það

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska sambandið ætlar ekki að refsa Luis Diaz fyrir að lyfta treyju sinni upp og senda skilaboð heim til Kólumbíu, þegar hann skoraði gegn Luton í gær.

Foreldrum Diaz var rænt fyrir rúmri viku í Kólumbíu en er móðir hans laus úr haldi. Pabbi hans er hins vegar enn í haldi.

Frelsi fyrir pabba stóð á bolnum sem Diaz sýndi eftir markið gegn Luton.

Reglur enska sambandsins segja til um það að eigi refsa leikmönnum sem senda persónuleg skilaboð á meðan leik stendur.

Enska sambandið ætlar hins vegar ekki að nýta þessa reglu heldur stendur með Diaz sem vonast til þess að faðir sinn verði laus úr haldi á næstu dögum.

Mannræningjarnir hafa lofað því að sleppa honum en segja of mikla gæslu vera ástæðu þess að þeir hafi ekki treyst sér til að gera það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Í gær

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd