Marcus Rashford skellti sér á X-ið í dag til að slökkva í kjaftasögum um að hann væri mögulega að hugsa sér til hreyfings frá Manchester United.
Rashford eins og aðrir sóknarmenn Manchester United þá hefur hann átt erfitt uppdráttar á þessari leiktíð.
Vandærði utan vallar hafa eining gert vart við sig en Rashford skellti sér á djammið eftir niðurlægjandi tap gegn Manchester City á dögunum.
„Hættið að búa til svona rætnar kjaftasögur,“ segir Rashford í svari á Twitter þar sem rætt er um sögurnar.
Það er Manchester United Stand sem er vinsæl stuðningsmannasíða hjá félaginu en Rashford er verulega ósáttur með að verið sé að búa til sögur.
Please STOP spreading malicious rumours.
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) November 6, 2023