fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Það er til staður þar sem leiguverð hefur verið óbreytt í 500 ár – Kostar þig 100 krónur á ári að búa þar

Pressan
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiguverð er víða í hæstu hæðum þessa daganna. Neytendur á Íslandi hafa um langa hríð kallað eftir leiguþaki til að hemja þetta ástand, en stjórnvöld hafa ekki svarað ákallinu enn sem komið er.

Þetta er þó ekki staðan í hverfinu Fuggarei í Þýskalandi. Um er að ræða ævintýralegt svæði sem hefur verið girt af í borginni Augsburg. Þeir sem fá að kíkja inn í hverfið geta þar litið augum gullfallegar byggingar sem flestar eru byggðar í sama stíl og var við lýði þegar hverfið var stofnað árið 1516. Það sem meira er þá hefur leiguverð í hverfinu haldist það sama í rúmlega 500 ár. Það komast í kringum 100 krónur á ári að búa í Fuggerei, en þessu fylgir það skilyrði að þú þarft að fara þrisvar á dag með bænir fyrir eigendur samfélagsins og taka að þér hlutastarf í samfélaginu. Íbúðir eru um 45-65 fermetrar og flestar eru með aðgengi að garði ef þú ert á jarðhæð, eða risi ef þú ert á efri hæð.

Þó útlit hverfisins sé gamaldags þá má þar finna rafmagn og rennandi vatn. Hvert heimili er svo með sérstaka dyrabjöllu svo hægt sé að þekkja íbúðir í sundur í myrkri. Til að mega búa í Fuggerei þarf fólk að hafa búið í minnst tvö ár í Augsburg. Fólk þarf að vera kaþólskt og glíma við fátækt, án þess að vera þó með skuldir.

Þetta hverfi var stofnað af Jakobi Fugger hinum ríka. En hann vildi útbúa hvefi þar sem bágstaddir íbúar Augsburg gátu fundið sér samastað. Árið 1523 höfðu 52 hús verið byggð í hverfinu og áttu fleiri eftir að bætast við á næstu árum ásamt torgum og kirkju. Hverfið var múrað af og er hliðinu að því læst á nóttunni.

Húsunum í hverfinu er viðhaldið með sérstökum sjóð sem Jakob Fugger stofnaði árið 1520. Afkomendur hans halda utan um sjóðinn .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum