fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

England: Fyrsta tap Arsenal kom í Newcastle

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. nóvember 2023 19:28

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle 1 – 0 Arsenal
1-0 Anthony Gordon(’64)

Newcastle vann stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Arsenal í ansi fjörugum leik.

Það var ekki of mikið af færum í þessari viðureign en það var alveg ljóst að bæði lið voru mætt til að sækja þrjú stig.

Harkan var gríðarleg í leiknum en aðeins eitt mark var skorað og það gerði Anthony Gordon í seinni hálfleik.

Markið var ansi umdeilt en VAR þurfti að fara yfir þrjú atvik áður en það var dæmt gott og gilt.

Mark Gordon reyndist að lokum munurinn á St. James’ Park og er þetta fyrsta tap Arsenal í deildinni á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land