fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Matthías Guðmundsson yfirgefur Val og tekur við Gróttu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. nóvember 2023 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna knattspyrnudeildar Gróttu. Matthías gerir þriggja ára samning við deildina en hann hefur síðustu tvö ár verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals. Matthías á að baki glæstan fótboltaferil og 196 leiki í efstu deild á Íslandi en hann lék lengst af með Val.

Matthías hlakkar til að að hefja störf hjá félaginu: „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til að þjálfa svona flottan klúbb eins og Gróttu. Hópurinn er flottur með góðan kjarna af leikmönnum sem hafa spilað lengi saman og efnilegar stelpur að koma upp. Einnig er stefna félagsins mjög spennandi og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Ég hlakka mikið til að hitta hópinn og komast út á æfingasvæðið.“

Við sama tilefni skrifaði Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir undir tveggja ára samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Melkorka hefur síðasta árið verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu ásamt því að vera aðalþjálfari 5. flokks kvenna og heldur hún því góða starfi áfram hjá deildinni. Melkorka er á lokaári meistaranáms í sjúkraþjálfun og hefur lokið UEFA B þjálfararéttindum.

Melkorka er spennt fyrir framhaldinu: „Ég er gríðarlega ánægð að hafa skrifað undir nýjan samning og hlakka til að vinna áfram í því frábæra umhverfi sem Grótta hefur upp á að bjóða. Ég hlakka mikið til að vinna áfram með leikmönnum og fólkinu í kringum liðið. Einnig er frábært að hafa fengið Matta inn í þetta og ég hlakka til samstarfsins. Það eru spennandi tímar framundan á Nesinu!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar