fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Botna ekki í netverjum sem voru bálreiðir út af þessu – „Mér finnst það skyggja svolítið á þetta“

433
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 19:00

Lionel Messi ásamt David Beckham og Marco Verratti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna var Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, gestur.

Lionel Messi vann Ballon d’Or í vikunni en ekki allir voru sáttir. Margir vildu sjá Ering Braut Haaland hreppa verðlaunin.

„Mér finnst reiðin í kringum þetta skyggja svolítið á þetta. Maður getur varla loggað sig inn á X (Twitter) og þar eru menn brjálaðir yfir að hann hafi unnið þetta,“ sagði Hrafnkell um málið.

Messi hlaut verðlaunin án efa þar sem hann vann HM með Argentínu undir lok síðasta árs.

„Ballon d’Or á HM ári, HM er langstærst,“ sagði Hrafnkell áður en Gunnar tók til máls.

„Menn hafa verið að lita það neikvæðum litum að þetta séu „legacy“ verðlaun. En miðað við hvað Messi hefur gert fyrir fótboltann yfir höfuð, plús það að hann vinni HM (þá á hann þetta skilið). Svo held ég að það spili eitthvað inn í að þetta er besta heimsmeistaramót sem ég man eftir.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
Hide picture