fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Ten Hag tjáir sig eftir hörmungar gærkvöldsins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 07:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vitum að þetta er ekki nógu gott, við verðum að taka ábyrgð á þessu. Ég verð að taka ábyrgð,“ segir Erik ten Hag, stjóri Manchester United um ástandið hjá liðinu.

United fékk 0-3 skell á heimavelli gegn Newcastle í deildarbikarnum í gær sem kemur í kjölfarið af slæmu tapi gegn Manchester City.

Byrjun United á tímabilinu er sú versta í 65 ár hjá félaginu en liðið hefur tapað 8 af fyrstu 15 leikjum tímabilsins.

„Ég finn til með stuðningsmönnum okkar, þetta var ekki eins og við eigum að gera hlutina og við þurfum að leiðrétta þetta.“

„Við þurfum að finna taktinn okkar fljótt, við eigum leik á laugardag og verðum að bæta ráð okkar. Þetta er ekki nógu gott.“

Margir telja að Ten Hag þurfi að fara að óttast um starfið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“