fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Albert fer á kostum – Sjáðu mark hans sem tryggði Genoa áfram í bikarnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 16:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa lentu í kröppum dansi gegn Reggiana í ítalska bikarnum í dag.

Um var að ræða leik í 32-liða úrslitum en Genoa er í Serie A á meðan Reggiana er um miðja B-deild.

Muhamed Varela Djamanca kom Reggiana yfir á 37. mínútu en Ridgeciano Haps jafnaði fyrir Genoa snemma í seinni hálfleik.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því farið í framlengingu.

Albert kom inn af bekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma og á níundu mínútu framlenginar lét hann til sín taka. Þá kom hann Genoa í 2-1. Mark hans má sjá hér.

Meira var ekki skorað og Genoa því komið áfram.

Mark Alberts var það sjötta hjá honum á þessari leitkíð en hann hefur verið frábær fyrir Genoa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar