fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Pressan

Birta myndbönd af svívirðilegum skemmdarverkum á McDonald’s og Starbucks

Pressan
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdarvargar sem tala fyrir málstað Palestínu hafa herjað á útibú Starbucks og McDonald’s á Bretlandseyjum undanfarna daga.

DV sagði í gær frá uppnámi sem varð inn á veitingastað McDonald’s í Birmingham þegar maður gekk inn á staðinn og losaði úr kassa sem var fullur af lifandi músum á gólfið. Maðurinn var með fánaliti Palestínu á höfðinu.

Rúður brotnar og músum hent inn

Mail Online segir svo frá því í dag að skemmdarvargar hafi unnið miklar skemmdir á útibúi Starbucks í Yorkshire í gærkvöldi þar sem rúður voru brotnar. Þá voru skemmdarverk unnin í gærkvöldi á stað McDonald’s í Keighley, rúður brotnar og skordýrum komið fyrir inni á staðnum. Fleiri sambærileg skemmdarverk hafa komið undanfarna daga.

Einstaklingar sem tala fyrir málstað Palestínu í stríði Ísraelsríkis við Hamas-samtökin hafa hvatt til þess að staðir Starbucks og McDonald’s verði sniðgengnir.

Ástæðan er sú að Starbucks höfðaði mál gegn stéttarfélagi starfsmanna, Starbucks Workers Union, eftir að félagið birti yfirlýsingu á Twitter í síðasta mánuði þar sem stuðningi við Palestínu var lýst yfir. Og í Ísrael brá einn af umboðsaðilum McDonalds á það ráð að gefa ísraelskum hermönnum mörg þúsund fríar máltíðir.

Fordæma ofbeldi af öllu tagi

Mail Online vísar í yfirlýsingu frá McDonald‘s þar sem fram kemur að fyrirtækið harmi þær misvísandi upplýsingar sem komið hafa fram um fyrirtækið og meinta afstöðu þess til ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs.

Fyrirtækið sé ekki á bandi eins eða neins og styðji ekki við yfirvöld þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Umrædd ákvörðun umboðsaðila McDonald’s í Ísrael hafi verið tekin án vitneskju fyrirtækisins. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara átaka. Við fordæmum ofbeldi af öllu tagi og stöndum gegn hvers konar hatursorðræðu. Dyr okkar hafa alltaf og verða alltaf opnar öllum.“

Myndbönd af skemmdarverkunum má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona mörgum stundar fólk kynlíf með á lífsleiðinni

Svona mörgum stundar fólk kynlíf með á lífsleiðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla njósnafyrirtækið sem hefur farið með himinskautum síðan Trump tók við völdum – Komið til að trufla, hræða og stundum til að drepa

Dularfulla njósnafyrirtækið sem hefur farið með himinskautum síðan Trump tók við völdum – Komið til að trufla, hræða og stundum til að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást