fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Skelfing á McDonalds: Henti fullum kassa af lifandi músum inn á staðinn – Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 31. október 2023 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfing greip um sig á veitingastað McDonalds í Birmingham á Englandi í gær þegar maður, með fánaliti Palestínu á höfðinu, gekk inn á staðinn með stóran kassa sem var fullur af lifandi músum.

Maðurinn gekk inn í anddyri staðarins og skutlaði nagdýrunum á gólfið áður en hann hafði sig á brott og sagði nokkur vel valin orð til stuðnings Palestínu og gegn innrás Ísraelshers á Gaza-svæðið.

Maðurinn kallaði svo eftir sniðgöngu á McDonalds-veitingastöðunum, Starbucks-kaffihúsakeðjunni og stórfyrirtækinu Disney vegna meints stuðnings þessara fyrirtækja við málstað Ísraels.

Í umfjöllun Daily Mail er vitnað í yfirlýsingu frá McDonalds þess efnis að mýsnar hafi verið fjarlægðar og staðurinn hreinsaður hátt og lágt í kjölfar atviksins.

Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi verið handtekinn eftir atvikið í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni