Maðurinn gekk inn í anddyri staðarins og skutlaði nagdýrunum á gólfið áður en hann hafði sig á brott og sagði nokkur vel valin orð til stuðnings Palestínu og gegn innrás Ísraelshers á Gaza-svæðið.
Maðurinn kallaði svo eftir sniðgöngu á McDonalds-veitingastöðunum, Starbucks-kaffihúsakeðjunni og stórfyrirtækinu Disney vegna meints stuðnings þessara fyrirtækja við málstað Ísraels.
Í umfjöllun Daily Mail er vitnað í yfirlýsingu frá McDonalds þess efnis að mýsnar hafi verið fjarlægðar og staðurinn hreinsaður hátt og lágt í kjölfar atviksins.
Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi verið handtekinn eftir atvikið í gær.