Jude Bellingham leikmaður Real Madrid hafði mikinn áhuga á því að ganga í raðir Manchester United en félagið vildi ekki lofa honum að hann myndi spila.
Bellingham fór frá Birmingham til Borussia Dortmund en United vildi þá kaupa hinn 17 ára gamla miðjumann.
Viðræður við Bellingham gengu vel samkvæmt Rio Ferdinand en hann bað um fá loforð um að vera í aðalliði félagsins.
„Ég heyrði þetta þannig að Bellingham bað bara um loforð að hann yrði í aðalliðinu,“ segir Ferdinand.
Bellingham átti góða tíma í Dortmund og var keyptur til Real Madrid í sumar og þar hefur hann svo sannarlega slegið í gegn.
„United treysti sér ekki til að lofa honum því, þetta hef ég frá mjög góðum heimildum.“
„Hann sagðist vita hversu góður hann væri og þess vegna vildi hann fá loforð um að vera í aðalliðinu. Hann hefur núna sannað það að United hefði átt að gefa honum það loforð.“
„Hann er núna besti leikmaður Real Madrid. Það er magnað að fylgjast með honum.“