fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Segir frá því þegar hann sá Mo Salah brotna og gráta í hálfleik

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 17:00

Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir voru óheppnir því Mourinho tók aldrei neina fanga,“ segir John Obi Mikel fyrrum leikmaður Chelsea þegar hann og John Terry ræða um gamla tíma.

Þeir félagar ræða þar góðu tímana hjá Chelsea en þeir voru í besta liði Chelsea sem vann mikið af titlum.

„Ef þú varst ekki að vinna þína vinnu, þá lét hann þig heyra það. Það skipti engu máli hver þú varst.“

Hann tekur svo dæmi um það að Mohamed Salah hafi einu sinni fengið heyra það, þegar hann var leikmaður Chelsea. „Hann lét Salah einu sinni heyra það svo svakalega í hálfleik, hann fór að gráta. Hann urðaði yfir hann og tók hann af velli, þetta var bara hugarfarið hjá Mourinho.“

„Mourinho hefur þroskast og kann betur að taka á ungum leikmönnum. Hann er betri í því núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina