fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Stjarna Liverpool tjáir sig um klúðrið í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darwin Nunez, framherji Liverpool, hefur tjáð sig um ótrúlegt klúður sitt fyrir opnu marki í Evrópudeildinni í gær.

Liverpool tók á móti Toulouse. Eftir að Diogo Jota hafði komið heimamönnum yfir á 9. mínútu jafnaði Thijs Dallinga fyrir franska liðið en eftir það gekk Liverpool frá dæminu.

Wataru Endo kom þeim yfir á 31. mínútu og skömmu síðar gerði Darwin Nunez þriðja markið.

Ryan Gravenberch kom Liverpool í 4-1 á 65. mínútu þegar hann fylgdi eftir dauðafæri sem Nunez klikkaði á og Mohamed Salah innsiglaði 5-1 sigur eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Þetta er allt í lagi. Ég er enn sterkur og held áfram að reyna að bæta mig persónulega og hjálpa Liverpool,“ skrifaði Nunez á samfélagsmiðla eftir klúðrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum