fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Ríkharð Óskar nefnir mjög óvænt nafn sem gæti orðið aðstoðarþjálfari Vals

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 08:30

Eggert Gunnþór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og stjórnandi Þungavigtarinnar segist hafa heyrt það að Eggert Gunnþór Jónsson komi til greina sem aðstoðarþjálfari Vals.

Valur leitar að aðstoðarþjálfara eftir að Sigurður Heiðar Höskuldsson sagði upp störfum til að taka við Þór í Lengjudeildinni.

Ríkharð sagðist hafa heyrt tvö nöfn nefnd til sögunnar, Ólaf Inga Skúlason þjálfara U19 ára landsliðsins og Eggert Gunnþór.

Ólafur Ingi hefur nú þegar afþakkað starfið líkt og hann afþakkaði að taka við sem þjálfari KR.

Ríkharð sagðist hafa borið nafn Eggerts undir menn á Hlíðarenda og því hafi menn að minnsta kosti ekki neitað.

Eggert er samningslaus eftir að samningur hans við FH rann út en hann hefur starfað við þjálfun hjá félaginu. FH hefur rætt við Eggert um að halda áfram að spila en nú gæti hann mögulega fengið spennandi boð í þjálfun.

Arnar Grétarsson er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Vals en liðið endaði í öðru sæti í Bestu deild karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“