fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Bomba í enskum blöðum í kvöld – United sagt reyna að fá De Gea til að koma aftur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. október 2023 22:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Neil Custis hjá The Sun er Manchester United að reyna að fá David de Gea aftur til félagsins. Hann var áður í tólf ár hjá félaginu.

Segir í frétt blaðsins sem birtist í kvöld að félagið vilji fá inn markvörð þar sem Andre Onana fer í Afríkukeppnina í janúar.

United keypti Onana frá Inter í sumar en þá var hann hættur að spila fyrir landslið Kamerún. Hann er hins vegar mættur aftur í landsliðið.

De Gea var hent út af Old Trafford í sumar af Erik ten Hag sem vildi kaupa Onana. Segir í fréttinni að félagið vilji fá hann aftur.

De Gea er án félags eftir að United lét hann fara en hann hefur mikið verið í borginni undanfarnar vikur.

Ef Kamerún gengur vel þá verður Onana í burtu í heilan mánuð og þá vill enska félagið ganga frá samningi við De Gea til skamms tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er