fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Páll neitar að tjá sig um Ólaf sem er sagður hafa hafnað KR – Búast við að klára ráðningu innan skamms

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 09:32

Ólafur Ingi stýrir liðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vill ekki tjá sig um viðræður félagsins við Ólaf Inga Skúlason. Sú saga gengur nú að hann hafi hafnað því að taka við karlaliði félagsins.

Ólafur hefur verið sterklega orðaður við stöðuna hjá KR síðan um helgina en miðað við nýjustu vendingar tekur hann ekki við.

„Við höfum þreifað á nokkrum en ekki gert neitt tilboð,“ sagði Páll við 433.is nú í morgunsárið.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR (fyrir miðju)

Aðspurður hvort Ólafur sé einn af þessum mönnum sagði Páll: „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt um það.“

Páll sagði jafnframt að hann búist við því að ráðning á þjálfara verði kláruð á næstu 1-2 sólarhringum.

Ólafur hefur undanfarin ár starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands en hann er sem stendur þjálfari íslenska karlalandsliðsins í flokki 19 ára og yngri.

Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Í gær

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann