Íslenska kvennalandsliðið í flokki 19 ára og yngri mætir Skotlandi í fyrramálið í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024.
Leikurinn hefst kl. 09:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.
Í riðlinum eru einnig Serbía og Hvíta-Rússland, en leikið er í Albaníu. Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur niður í B deild fyrir seinni umferð riðlakeppninnar sem fer fram í vor.
Þau lið sem enda í fyrsta sæti sinna riðla í seinni umferðinni fara svo áfram í lokakeppnina.