fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Staðfestir mikið áreiti í garð kvenna: Foreldrarnir sættu sig ekki við tap gegn stúlku – ,,Ef það tengist körlum þá veistu ekki neitt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. október 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enska landsliðstjarnan Jill Scott er sú nýjasta til að tjá sig um það áreiti sem hún lendir í sem sjónvarpskona.

Scott fjallar reglulega um karla knattspyrnu og aðeins vegna þess sjá margir tilgang í að áreita hana á netinu.

Scott er 36 ára gömul í dag en hún lék 161 landsleik fyrir England á sínum tíma og lagði skóna á hilluna í fyrra.

Margar konur hafa viðurkennt netofbeldið sem þær þurfa að glíma við þar sem þær hafa aðeins spilað ‘kvennaknattspyrnu.’

,,Ég væri til í að segja nei en já áreitið er mikið. Um leið og þetta tengist karlmönnum þá veistu ekki neitt. Fyrir mér er þetta bara fótbolti,“ sagði Scott um áreitið.

,,Ian Wright fjallar um kvennafótbolta og hann er mjög góður í því starfi, þú ert bara að tala um fótbolta þetta snýst ekki um karla eða konur. Ég reyni að halda mig frá Twitter. Mesta neikvæðnin kemur þaðan.“

,,Ég hef spilað þessa ‘karlaíþrótt’ síðan ég var mjög ung og þú varðst jafnvel fyrir áreiti á þeim tíma frá foreldrum sem voru óánægðir með að tapa gegn stúlku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera