Fyrrum enska landsliðstjarnan Jill Scott er sú nýjasta til að tjá sig um það áreiti sem hún lendir í sem sjónvarpskona.
Scott fjallar reglulega um karla knattspyrnu og aðeins vegna þess sjá margir tilgang í að áreita hana á netinu.
Scott er 36 ára gömul í dag en hún lék 161 landsleik fyrir England á sínum tíma og lagði skóna á hilluna í fyrra.
Margar konur hafa viðurkennt netofbeldið sem þær þurfa að glíma við þar sem þær hafa aðeins spilað ‘kvennaknattspyrnu.’
,,Ég væri til í að segja nei en já áreitið er mikið. Um leið og þetta tengist karlmönnum þá veistu ekki neitt. Fyrir mér er þetta bara fótbolti,“ sagði Scott um áreitið.
,,Ian Wright fjallar um kvennafótbolta og hann er mjög góður í því starfi, þú ert bara að tala um fótbolta þetta snýst ekki um karla eða konur. Ég reyni að halda mig frá Twitter. Mesta neikvæðnin kemur þaðan.“
,,Ég hef spilað þessa ‘karlaíþrótt’ síðan ég var mjög ung og þú varðst jafnvel fyrir áreiti á þeim tíma frá foreldrum sem voru óánægðir með að tapa gegn stúlku.“