fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

„Ég margbauð bæjarstjóra í heimsókn og hún kom aldrei eða lét í sér heyra“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. október 2023 19:29

Heiðrún Finnsdóttir og eiginmaður hennar hafa þurft að sjá um allt sjálf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er engin umgjörð hvað þetta varðar. Og glætan að Kópavogsbær ætlar að senda einhvern inn til að hjálpa okkur. Allavega hefur það ekki gerst núna og ég margbauð bæjarstjóra í heimsókn og hún kom aldrei eða lét aldrei í sér heyra,“ segir Heiðrún Finnsdóttir.

Skólp flæddi inn á heimili Heiðrúnar og fjölskyldu hennar í Kópavogi í vor. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega þar sem enginn virtist vilja axla ábyrgð á málinu.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Sárt að enginn axli ábyrgð á andláti föður hennar – „Ef þetta væru einstaklingar þá væru þeir í fangelsi“

Heiðrún, þjálfari og áhrifavaldur, ræddi um málið í Fókus, spjallþætti DV.

„Það kom í ljós að Kópavogsbær var ekki með fitugildrur á sínum vegum hjá leikskólanum hjá mér. Og við nýbúin að kaupa íbúð, ekki búin að búa þarna í tvö ár, Ný uppgerð neðri hæðin, allt klárt og allt tilbúið.“

Heiðrún var að þjálfa þegar síminn hennar stoppaði ekki. Hún ákvað að svara og var sagt að drífa sig heim. „Ég hljóp heim og það var allt fullt af skít. Það bara flæddi skólp inn heima hjá okkur og öll neðri hæðin ónýt.“

Húsgögn, rúm og leikföng krakkanna, spjaldtölvur, föt og öll búslóðin á neðri hæðinni var ónýt.

Heiðrún Finnsdóttir.

„Við tók mjög asnalegt ferli,“ segir Heiðrún. „Húseigendatryggingin ætlaði ekki að bæta því þetta var ekki brunnurinn hjá okkur. Kópavogsbær neitaði að bæta þetta af því að þeir tóku enga ábyrgð í þessu og tryggingarfélag Kópavogsbæjar neitaði líka að bæta þetta því að þeir gátu ekki fundið neitt saknæmt athæfi af hendi Kópavogsbæjar.“

Eftir átta vikur af þrautseigju Heiðrúnar fékk hún loksins langþráð símtal. „Tryggingarfélagið sagðist ætla að bæta okkur þetta að hluta. En bara að hluta. Það kom í ljós að Kópavogsbær var ekki búinn að ganga rétt frá skólplögnum hjá sér […] Þeir bættu að hluta sem þýðir að við þurfum að gera allt sjálf og erum að því.“

Hún segir nánar frá þessu, ferlinu og stöðunni í dag í spilaranum hér að ofan.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Fylgstu með Heiðrúnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Hide picture