fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Frosti botnar ekkert í úlfúðinni – „Það hlýtur að vera mikil vanlíðan þarna að baki“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um íslenska karlalandsliðið eftir leik liðsins gegn Liechtenstein á mánudag fór í taugarnar á einhverjum netverjum sem ekki eru til í að mæra liðið vegna ásakanna á hendur leikmanna í liðinu. Frosti Logason tók þetta fyrir í hlaðvarpi sínu og botnar ekki í gagnrýninni.

Ísland vann Liechtenstein 4-0 í undankeppni EM 2024 á mánudag. Landinn var að vonum ánægður með liðið, flestir í hið minnsta.

Færsla Harðar Ágústssonar á Twitter (X) hratt hins vegar af stað heitum umræðum.

„Gæði, og fleira. Takk,“ skrifaði Hörður um leikinn. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, setti þrjú spurningaverkefni við færsluna og útskýrði Hörður að hann væri að hrósa frammistöðu Hákonar Arnars Haraldssonar landsliðsmanns í leiknum.

Hildur tók þá til máls á ný. „Nej stop nu. Efast ekki um að þessi drengur sé að spila góðan fótbolta en þarna eru að spila amk tveir menn sem þú hefur ríka ástæðu til að telja að séu ofbeldismenn. Þetta er ekki samstaða með þolendum. Hvorki þeirra né annarra.“

Sóley Tómasdóttir, fyrrum borgarfulltrúi, lét sitt ekki eftir liggja. „Ég veit um þolendur sem eru í miklum sárum núna og þurfa alls ekkert á því að halda að góði twitter hampi landsliðinu. Jafnvel þó þeir hafi ekki allir verið kærðir fyrir ofbeldi. Það má alveg hafa það í huga.“

Frosti vekur athygli á þessu í Harmageddon á Brotkast.is.

„Hann leyfir sér að mæra knattspyrnuna sem við sáum spilaða á Laugardalsvelli,“ segir Frosti um færslu Harðar. „Hörður skeit í rjómann og fékk mínusstig frá góðum vinkonum sínum. Topparnir komu og slógu heldur betur á fingurna á honum.

Greyið Hörður. Við bjóðum hann velkominn í vondu kalla klúbbinn. Hann er alveg kominn þangað núna, er að styðja landsliðið, þvílík synd.“

Frosti tók einnig fyrir færslur Þorsteins V. Einarssonar, umsjónarmann Karlmennskunnar.

„Áhugavert hvaða týpur eru skyndilega haldnar tjáningarþörf um afrek karlalandsliðsins. Jú, akkúrat þær sem vanda sig við að hafa versta take-ið í öllum málum alltaf. Og láta siðferði ekki þvælast fyrir sér,“ skrifaði Þorsteinn á Twitter er hann vakti athygli á færslum Frosta og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um íslenska landsliðið.

„Þorsteinn gjörsamlega brann yfir vegna stuðnings fólks við íslenska landsliðið,“ segir Frosti.

„Hann vill meina það að landsliðið eigi að skammst sín og fólk eigi ekki að styðja við landsliðið af því einhverjar ásakanir voru settar fram á staka landsliðsmenn.

Það hlýtur að vera mikil vanlíðan þarna að baki. Hann er náttúrulega karlremba í bata. Hann hefur áttað sig á því að það að hætta að vera karlremba og að taka þriðju vaktina tekur sinn toll,“ segir Frosti að endingu.

Brotið úr þætti hans um þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu