fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Vendingar í málum Greenwood – Nú hefur United tjáð honum þetta

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood hefur verið tjáð af æðstu mönnum hjá Manchester United að hann muni aldrei aftur spila fyrir félagið. Fjallað er um þetta í helstu miðlum í Bretlandi.

Eins og flestir vita hefur Greenwood ekki spilað fyrir United síðan í byrjun síðasta árs en hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Öll mál gegn honum voru hins vegar látin niður falla síðasta vetur.

United hélt innanbúðarrannsókn um málið en að henni lokinni var ákveðið að Greenwood skildi leita annað.

Hann var lánaður til Getafe á Spáni í sumar en eftir góða byrjun þar fór af stað umræða um að hann gæti snúið aftur til United næsta sumar.

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur honum hins vegar verið tjáð af United að svo verði ekki.

Samningur Greenwood við enska félagið rennur ekki út fyrr en 2025 og þarf það því að finna kaupanda eða lána hann á ný næsta sumar það sem eftir er af samningi hans.

Sjálfur er Greenwood sagður áhugasamur um að vera áfram hjá Getafe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám