fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Segir að heimurinn standi frammi fyrir hættulegustu stöðunni áratugum saman

Eyjan
Miðvikudaginn 18. október 2023 07:00

Forstjóri JP Morgan varar við stöðunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsbyggðin stendur hugsanlega frammi fyrir „hættulegustu stöðunni áratugum saman“ að mati Jamie Dimon, aðalbankastjóra bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan Chase.

Þetta kom fram í ræðu hans þegar hann kynnti ársfjórðungsuppgjör bankans en hann hagnaðist um 13 milljarða dollara á þriðja ársfjórðungi.

Dimon sagði fjárfestum að hann hafi áhyggjur af stöðu efnahagsmála vegna pólitískrar spennu á alþjóðavettvangi. Hann sagði að stríðið í Úkraínu og átökin Ísraels og Hamas geti haft áhrif á eldsneytis- og matvælaverð og heimsviðskipti.

Hvað varðar rekstur bankans sagði Dimon að hann hafi notið góðs af góðri fjárhagsstöðu bandarískra heimila og fyrirtækja en blikur séu á lofti og margar hættur steðji að efnahagsmálum heimsbyggðarinnar.

Hann sagði fjárfestum að þeir skuli búa sig undir hærri vexti, viðvarandi verðbólgu og áhrif af völdum stríðsátaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit