fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hinrik í ÍA – Valdi Skagann þrátt fyrir áhuga allra helstu liða landsins

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinrik Harðarson er nýr leikmaður ÍA, hann kemur til félagsins frá Þrótti í Reykjavík. Hinrik lék upp yngri flokka Þróttar og hefur spilað 77 leiki í deild, bikar og lengjubikar með meistaraflokki Þróttar frá árinu 2021 og skorað í þeim 27 mörk.

Öll helstu lið landsins höfðu áhuga á að krækja í Hinrik sem skoraði ellefu mörk fyrir Þrótt í Lengjudeildinni í sumar.

Um er að ræða ungan og spennandi sóknarmann sem vakti verðskuldaða athygli í sumar.

Jón Þór: “Hinrik er öflugur ungur leikmaður sem hefur gert virkilega góða hluti í Lengjudeildinni. Ég tel hann tilbúinn til að stíga skrefið í efstu deild og hann hefur mikinn metnað til að bæta og þróa sinn leik. Ég er stoltur og ánægður með að hann hafi valið ÍA til þess. Ég hef fylgst lengi með Hinriki og er sannfærður um að eiginleikar hans falli vel að leik liðsins. Ég hlakka mikið til að vinna með honum.”

Skagamenn unnu sigur í Lengjudeildinni í sumar og leika því á meðal þeirra bestu næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?