Florentino Perez, forseti Real Madrid er mjög meðvitaður um það að stuðningsmenn félagsins vilja fá Kylian Mbappe til félagsins.
Hafa þeir undanfarin ár ítrekað beðið forseta sinn um að kaupa Mbappe en það hefur ekki tekist.
Samningur Mbappe við PSG rennur út næsta sumar og er talið næsta víst að Perez gangi ansi langt til að klófesta hann.
„Ég hef aldrei heyrt þetta áður,“ sagði Perez og brosti þegar stuðningsmenn komu til hans og báðu hann um að kaupa Mbappe.
Mbappe ólst upp við að styðja Real Madrid og var mjög nálægt því að fara þangað fyrir rúmu ári síðan. PSG gerði hann þá að launahæsta leikmanni í heimi á þeim tíma.
🗣️ „Presi, ficha a Mbappé ya“.
👂 Florentino Pérez: „No lo había oído nunca eso“.
🔥 Las palabras del presidente del Madrid sobre el fichaje de Mbappé. pic.twitter.com/znw0QDWHSW
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) October 17, 2023