fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Sænskir stuðningsmenn þurftu að dúsa á vellinum til fjögur í nótt – Búið að fella árásamanninn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 13:30

Sænskir stuðningsmenn á vellinum í gærkvöldi. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn sænska landsliðsins í fótbolta þurftu að dúsa á vellinum í Belgíu til klukkan 04:00 á staðartíma þegar þeim var fylgt af vellinum með lögreglu.

Var þetta gert eftir að hryðjuverkamaður myrti tvo sænska stuðningsmenn sem voru á leið á leik Belgíu og Svíþjóðar sem fór fram í Brussel í gær.

Árásamaðurinn var drepinn af lögreglu í morgunsárið en hann var þá staddur á kaffihúsi í borginni og var vopnaður.

Yfirvöld í Belgíu rannsaka málið sem hryðjuverk og vegna þess var leik hætt þegar Belgía og Svíþjóð áttust við, en leikmenn Svíþjóðar sögðu við UEFA að þeir kærðu sig ekki um að spila seinni hálfleikinn og belgísku leikmennirnir tóku undir.

„Við lifum fyrir trú okkar, við deyjum fyrir trú okkar. Ég er að hefna mín fyrir múslima og nú hef ég drepið þrjá Svía. Ég þakka Guði, ég mun hitta hann og spámanninn glaður í bragði,“ sagði maðurinn á myndbandinu en eins og fyrr segir er talið að tveir hafi látist í árásinni. Einn er alvarlega særður.

Maðurinn er samkvæmt erlendum miðlum með tengsl við ISIS-samtökin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot tjáir sig um Isak

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Í gær

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Í gær

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans