fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Erlendir miðlar fjalla um afrek Gylfa í gær – „Hann er mættur aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir miðlar fjalla um afrek Gylfa Þórs Sigurðssonar sem varð markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins í gær. Fjallað er um málið bæði í Danmörku og á Englandi

„Mættur aftur,“ segir í fyrirsögn The Sun sem fjallar um að þetta hafi verið fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði Íslands í tæp þrjú ár.

Gylfi skoraði fyrra mark sitt úr vítaspyrnu en það síðara kom með laglegu skoti úr teignum.

Ísland tók á móti Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í gær á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi átt þennan leik með húð og hári. Það tók þó smá tíma að brjóta ísinn en það gerði Gylfi Þór Sigurðsson með marki af vítapunktinum á 22. mínútu. Hans fyrsta mark með liðinu í um þrjú ár.

Það liðu aðrar 22 mínútur fram að næsta marki en þá skoraði Alfreð Finnbogason eftir laglegt spil og staðan í hálfleik var 2-0.

Á 49. mínútu var Gylfi á skotskónum á ný þegar hann skoraði þriðja markið. Með því varð hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk.

Hákon Arnar Haraldsson átti eftir að bæta við fjórða markinu en það gerði hann á 63. mínútu með frábærri afgreiðslu. Staðan 4-0 og urðu það lokatölur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur