fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Svakalega þægilegt fyrir Strákana okkar gegn Liechtenstein

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 16. október 2023 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tók á móti Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld á Laugardalsvelli.

Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi átt þennan leik með húð og hári. Það tók þó smá tíma að brjóta ísinn en það gerði Gylfi Þór Sigurðsson með marki af vítapunktinum á 22. mínútu. Hans fyrsta mark með liðinu í um þrjú ár.

Það liðu aðrar 22 mínútur fram að næsta marki en þá skoraði Alfreð Finnbogason eftir laglegt spil og staðan í hálfleik var 2-0.

Á 49. mínútu var Gylfi á skotskónum á ný þegar hann skoraði þriðja markið. Með því varð hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk.

Hákon Arnar Haraldsson átti eftir að bæta við fjórða markinu en það gerði hann á 63. mínútu með frábærri afgreiðslu. Staðan 4-0 og urðu það lokatölur.

Ísland er nú með 10 stig í undanriðlinum en sem fyrr er möguleikinn á að fara á EM í gegnum hann svo gott sem úti. Liðið þarf að öllum líkindum að treysta á umspil Þjóðadeildarinnar í mars til að eiga von um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?