fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Löðrungaði nemanda á Hótel Örk – Fararstjóri kærður

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. október 2023 09:50

Atvikið átti sér stað á gangi hótelsins fyrir nokkrum dögum síðan. Mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af fararstjóra löðrunga nemanda á Hótel Örk í Hveragerði hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarið. Fararstjórinn hefur verið kærður til lögreglu vegna atviksins.

Um er að ræða hópferð bresks kvennaskóla, Harris Girls Academy sem er í bænum Beckingham í Kent í suðurhluta Englands, til Íslands. Hópurinn kom heim til Bretlands á laugardag. Breska blaðið the Mirror greindi frá atvikinu í gær.

Í myndbandinu sést fullorðin hvít manneskja löðrunga ungan hörundsdökkan nemanda. Upphaflega var það hópur sem kallast The Black Child Agenda sem deildi myndbandinu. Sá hópur sagði að myndbandið væri tekið upp á Hótel Örk.

„Ekki koma nærri mér“

Til að byrja með var sagt að gerandinn væri kennari við skólann en skólinn hefur leiðrétt það. Þetta hafi verið fararstjóri hóps úr stúlknaskólanum í Íslandsferð.

Í myndbandinu heyrst nemandinn segja: „Vinsamlegast ekki koma nærri mér,“ en þá löðrungar fararstjórinn hann. Nemandinn hleypur svo burt og fararstjórinn eltir.

Kallað eftir uppsögn og handtöku

Myndbandið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir því að fararstjórinn verði rekinn, handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás.

„Ég trúi ekki því sem ég er að sjá með mínum eigin augum og heyra með mínum eigin eyrum,“ sagði einn hneykslaður netverji. „Skólinn þarf að bregðast við þessu og gefa út yfirlýsingu vegna þessarar óásættanlegu hegðunar,“ sagði annar.

Lögreglurannsókn á Íslandi

Seinni partinn í gær gaf Harris Girls Academy út yfirlýsingu vegna málsins. Er hún eftirfarandi:

„Sá fullorðni einstaklingur sem birtist í myndbandinu, sem var tekið í skólaferðalagi á Íslandi, er EKKI starfsmaður okkar. Börnin eru örugg og allt í lagi með þau og við höfum kært málið til lögreglu sem er að taka málið alvarlega. Við deilum hneykslun ykkar og gerum allt til að styðja við lögreglurannsóknina.“

Að sögn bresku lögreglunnar verður lögreglurannsóknin gerð á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga