fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Hareide vill ekki setja pressu á ungu leikmennina fyrir slaka færanýtingu – „Við eigum að geta unnið 1-0“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. október 2023 17:00

Mynd: Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands gefur það ekki upp hvort Aron Einar Gunnarsson verði í byrjunarliðinu gegn Liechtenstein á morgun.

Aron Einar sat fyrir svörum á fréttamannafundi með Hareide í dag sem bendir til þess að hann geti spilað sinn fyrsta fótboltaleik í marga mánuði. Aron hefur verið meiddur hjá Al-Arabi í katar.

„Þið fáið liðið á morgun, hann er klár. Hann hefur æft með okkur, það eru allir heilir heilsu og geta spilað. Þið fáið byrjunarliðið á morgun,“ sagði Hareide þegar hann var spurður hvort Aron yrði með frá byrjunar.

Íslenska liðið fékk urmul færa gegn Lúxemborg á föstudag en missti leikinn niður í 1-1 jafntefli.

„Það er pirrandi að vera þjálfari stundum, þú ert ánægður með þegar allt er að virka sem við æfðum dagana fyrir leikinn. Liðið spilaði vel og leikmenn gerðu vel, þeir skora mark og við hættum að spila okkar leik. Við höfum skoðað leikinn, við erum með allar myndir og myndbönd af leiknum. Við vorum ekki í réttum stöðum í uppspili og hættum að spila eins og í fyrri hálfleik,“ segir Hareide.

Hareide ætlar að spila á sínu sterkasta mögulega liði í næstu leikjum í von um að allt verði í lagi ef Ísland kemst í umspil í mars um laust sæti á Evrópumótinu.

„Við ættum ekki að reyna neitt, við eigum að spila okkar besta liði og reyna að bæta okkur leik frá leik. Við eigum þrjá leiki eftir. Við verðum að spila okkar sterkasta liði, það er mikilvægt að koma Aroni og Gylfa inn fyrir leiki í mars. Það er mikilvægt fyrir unga leikmennina, hafa hermann eins og Aron. Ungu leikmennirnir hafa mikil orku,“ segir Hareide.

„Við verðum að nýta dagana vel til að koma saman rétta liðinu, þetta hefur verið gott en við verðum að vera harðari í þessu.“

Ísland hefur í undanförnum leikjum fengið mörg færi en ekki nýtt þá, Hareide vill ekki vera of harður við unga leikmenn liðsins.

„Við verðum að vera rólegir að setja ekki pressuna á ungu leikmennina, ég er ánægður með að geta spilað svona og skapað færið. Eitt af því erfiðasta í fótbolta er að skora, ég er ánægður með að Orri skoraði og hann er að koma upp. Alfreð er markaskorari, Gylfi er að koma til baka og er markaskorari. Það gefur mer von fyrir framtíðina, við erum með fleiri leikmenn sem geta skorað.“

„Við klárum ekki færin nogu vel, við eigum ekki að vera hræddir við að vinna 1-0. Við eigum að geta unnið 1-0, við verðum að verja markið betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Í gær

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Í gær

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi