fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segist vera með svarið fyrir Manchester United í janúar

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. október 2023 20:28

Kaoru Mitoma / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætti að horfa til Brighton í leit að næsta leikmanni að sögn fyrrum leikmanns félagsins, Louis Saha.

Saha telur að Kaoru Mitoma, leikmaður Brighton, sé leikmaðurinn sem Man Utd þarf en hann hefur gert stórkostlega hluti á stuttum tíma í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd gæti leitað að vængmanni í janúarglugganum og er Saha viss um að Mitoma uppfylli allar kröfur félagsins.

,,Ég vil sjá Mitoma á Old Trafford. Hann er mjög spennandi leikmaður og efast aldrei um sjálfan sig með boltann,“ sagði Saha.

,,Hann hræðir varnarmenn með hreyfingum í hverjum leik, ég elska orkuna sem fylgir honum og að hann spili með bros á vör.“

,,Það er frábært að fylgjast með Mitoma, hann væri fullkominn fyrir hvaða lið sem er. Þú getur séð að hann leggur allt í sölurnar á æfingum til að afreka það sem hann hefur afrekað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu