fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Jökull framlengir við Stjörnuna til ársins 2027

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. október 2023 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökull Elísabetarson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna sem gildir til ársins 2027.

Þetta staðfesti félagið í dag en Jökull hefur undanfarin tvö ár unnið í Garðabænum og er í dag aðalþjálfari.

Hann tók við sem aðalþjálfari á nýliðnu tímabili en hafði áður verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar.

Jökull gerði frábæra hluti eftir að hafa tekið við og fær nú verðlaun fyrir vel unnin störf.

Tilkynning Stjörnunnar:

Það eru heldur betur gleðitíðindi hér á bæ, en Stjarnan og Jökull hafa komist að samkomulagi um að framlengja samningi hans til ársins 2027!

Jökull hóf störf hjá Stjörnunni sem aðstoðarþjálfari árið 2021 en tók við keflinu í maí á þessu ári. Liðið náði frábærum árangri í sumar sem skilaði sér í Evrópusæti á næsta ári, geggjaðri stemmningu í stúkunni og í kringum liðið.

“Ég er þakklátur og spenntur að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna! Við erum að koma úr flottu tímabili en nú þurfum við að gera betur og gera meira og ég hlakka mikið til að byrja undirbúningstímabil þar sem við munum leggja enn meira á okkur en við höfum áður gert” segir Jökull, þjálfari meistaraflokks karla.

“Það er ánægjulegt fyrir okkur sem félag að framlengja enn lengri samning við Jökul eða út keppnistímabilið 2027. Samstarf okkar hefur gengið vel frá fyrsta degi og við erum bara rétt að byrja í því sem við ætlum okkur og þurfum að halda vel á spilunum í þeirri vinnu sem er framundan. Það er ljóst að árangurinn síðastliðið tímabil hefur vakið athygli en nú er það að
baki og við ætlum okkur að leggja enn harðar að okkur við að ná lengra og til þess þurfa allir að leggja enn meira á sig og það verður gaman að fylgjast með þeirri vinnu undir stjórn Jökuls” Segir Helgi Hrannarr Jónsson formaður mfl ráðs karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“