fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Sex vandamál sem eru á borði Erik Ten Hag sem hann þarf að leysa í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. október 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að mörg vandamál eru á borði Erik ten Hag, stjóra Manchester United, sem hann þarf að leysa sem fyrst ef ekki á illa að fara.

Ten Hag og lærisveinar hans hafa farið mjög illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu.

Dramatískur sigur gegn Brentford gaf Ten Hag smá andrými en það dugir ekki lengi ef liðið fer í sama farið eftir landsleikjafrí.

Hér að neðan eru sex vandamál sem eru á borði Ten Hag.

Rashford í ruglinu:

Á síðasta ári skoraði Rashford 30 mörk og var stjarna liðsins, á þessu tímabili hefur hann aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum. Þessi 25 ára sóknarmaður hefur verið tekinn af velli í síðustu leikjum.

Ten Hag þarf að kveikja á Rashford ef ekki á að fara illa á þessari leiktíð.

Casemiro og miðjan í rugli:

Casemiro hefur skorað fjögur mörk sem ætti að vera merki um góða frammistöðu en svo er ekki. Hann virkar ekki nógu kvikur til að spila í ensku deildinni þessa dagana.

Þessi 31 árs gamli leikmaður er skugginn af sjálfum sér og gæti þurft hvíld. Miðsvæðið í heild hefur virkað illa og Ten Hag þarf að leysa það.

Mount og 60 milljónir punda:

Vitað var að Erik ten Hag væri með lítið á milli handanna í sumar miðað við það sem venjan er á Old Trafford.

Hann byrjaði sumarið á að eyða 60 milljónum punda í Mason Mount sem hefur hingað til ekki skilað neinu. Mount kom frá Chelsea og Ten Hag þarf að finna lausnir á málum hans sem fyrst.

Onana í ruglinu:

Ten Hag tók þá ákvörðun að henda David de Gea burt og eyða 50 milljónum punda í Andre Onana.

Markvörðurinn hefur virkað afar illa fyrir United og ítrekað átt þátt í því að hreinlega gefa mörk.

Getty Images

Meiðsli í vörninni:

Meiðsli í vörn United hafa haft mikið að segja en Lisandro Martinez, Luke Shaw, Aaron Wan-Bissaka og Tyrell Malacia hafa allir og verða allir lengi frá.

Vonir standa til um að Raphael Varane og Sergio Reguilon geti spilað eftir landsleikina. Ten Hag þarf meiri breidd í varnarleik sinn sem fyrst.

Samstaða:

Samstaða einkenndi liðið hjá Ten Hag á síðustu leiktíð en hún virðist út um gluggann. Leikmenn virðast gefast fljótt upp og vandræðin í kringum Jadon Sancho og Antony hafa ekki hjálpað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Í gær

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika