fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Kristján Óli varpaði sprengju í kvöld sem Ríkharð átti erfitt með að trúa – „Þetta verður að halda einhverju vatni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er möguleiki á því að Rúnar Páll Sigmundsson verði látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fylkis. Þetta kom fram í slúðurpakka spekingsins Kristjáns Óla Sigurðssonar í Þungavigtinni í kvöld.

Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem Rúnar hélt Fylki á nokkuð sannfærandi hátt uppi í Bestu deildinni þvert á spár margra í sumar.

„Fylkir er mögulega að fara að rífa í gikkinn og að Rúnar Páll sé á leið út. Hann er dýr og er að mæta rétt fyrir æfingar, fara rétt eftir að hún er búin og mönnum finnst hann ekki vera að gefa af sér inn í félagið eins og vonir stóðu til. Frábær árangur í sumar en mikill vill meira,“ sagði Kristján Óli.

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Mynd/Ernir

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason átti erfitt með að trúa á þessu. „Þetta verður að halda einhverju vatni,“ sagði hann.

Mikael Nikulásson var með þeim í þættinum að vanda og vill hann meina að menn eigi frekar að horfa í árangur á vellinum en hvenær menn mæti í vinnuna.

„Menn eru að spá of mikið í svona hlutum. Hvað vilja menn? Náðu bara árangri, náðu úrslitum. Er hann ekki að gera það?

Það yrði fáránlegt ef þeir lætu hann fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Í gær

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“