fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Dulúð yfir Hareide þegar hann var spurður um Gylfa og morgundaginn – „Það er gott að sjá hann aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 13:06

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, útilokar ekki að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Íslands gegn Lúxemborg á morgun.

Hareide segir það forréttindi að vinna með Gylfa sem er í fyrsta sinn í landsliðshópnum í tæp þrjú ár.

„Ég þekki Gylfa frá fyrri tíð, fyrsti leikurinn minn með Dani var gegn Íslandi þar sem hann skoraði,“ sagði Hareide léttur á fundi í dag.

„Ég hef séð hann mest með Tottenham, ég veit að hann er góður leikmaður. Hann er með eitthvað í löppunum og hausunum sem allir ættu að hafa, það væri alla vegana gott ef allir hefðu það.“

Hareide segir að Gylfi æfi mjög vel og að það sjáist hversu mikið hann nýtur þess að klæðast bláu treyjunni.

„Hann hefur æft vel, hann hefur verið einbeittur og virkað glaður að vera aftur með íslenska liðinu. Hann nýtur fótboltans, það mikilvægasta sem eldri leikmaður er að njóta. Þegar hann fékk færi á æfingu þá sett hann boltann í skeytin, á einfaldan hátt. Hann lyftir liðinu. Hann þarf bara að finna formið, leikformið. Hann er með allt, það er gott að sjá hann aftur.“

Hvort Gylfi Þór byrji leikinn sagði Hareide. „Þið verðið að bíða og sjá, þá sjáum við hvað gerist þegar leikurinn fer af stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar