fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Rúnar Alex hrósar Arteta og hans vegferð – „Nú er liðið að bera ávöxt af því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 21:00

Arteta - Rúnar Alex og Edu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður Arsenal á láni hjá Cardiff, hefur fulla trú á að fyrrnefnda liðið geti hampað Englandsmeistaratitlinum í vor. Hann segir Mikel Arteta vera búinn að byggja upp frábært lið.

Rúnar gekk í raðir Arsenal árið 2020 en hefur þrisvar farið annað á lán, nú síðast til Cardiff í ensku B-deildinni.

„Það kom eiginlega ekki til greina að vera áfram hjá Arsenal. Ég hafði ekki áhuga á að sitja uppi í stúku, vera æfingamarkmaður eða þriðji markmaður. Ég er búinn að vera númer eitt hjá landsliðinu í einhvern tíma svo mér fannst þetta ekki tímapunkturinn til að kasta inn handklæðinu,“ sagði Rúnar við 433.is um ákvörðun sína að fara til Cardiff í sumar.

Rúnar kom inn í lið Arsenal á erfiðum tíma en hefur séð liðið vaxa og dafna og verða líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum á eftir Manchester City.

„Ég sé ekki mun á Arteta. Hann er búinn að vera með sitt plan og hefur fylgt því. Hann er búinn að byggja upp geggjað lið.“

video
play-sharp-fill

Rúnar var með Arsenal á undirbúningstímabilinu í ár. Þó að miklar breytingar hafi orðið á leikmannahópnum síðan 2020 hefur Arteta fylgt sömu áætlun frá byrjun að sögn Rúnars.

„Helsta breytingin er kannski á starfsliðinu og svo auðvitað leikmönnum. Það hafa margir farið út og margir inn.

Þetta hefur verið plan frá degi eitt og það er búið að vinna markvisst að því. Nú er liðið að bera ávöxt af því,“ sagði Rúnar.

Hann var að lokum spurður út í hvort hann teldi að Arsenal yrði Englandsmeistari í vor.

„Þeir eiga allavega góðan séns. Þeir byrja vel. Þeir hafa nú unnið City tvisvar sem er auðvitað samkeppnisaðili númer eitt svo það er ekkert sem segir að þeir geti ekki gert það.“

Ítarlegt viðtal við Rúnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
Hide picture