fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Magnús dæmdur í 18 mánaða bann frá störfum í Svíþjóð

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. október 2023 20:04

Magnús með Rúnari Alex Rúnarssyni eftir undirskrift í Tyrklandi í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur verið dæmdur í 18 mánaða bann frá störfum í sænska boltanum. Þetta kemur fram í sænska miðlinum Fotbollskanalen.

Bannið kemur til vegna kvörtunnar Hugo Lars­son, 19 ára gamals leikmanns Frankfurt. Sá var á mála hjá Malmö í heimalandinu þegar hann var með Magnús sem umboðsmann.

Larsson sleit sambandi sínu við Magnús í vor og var hann ósáttur með viðbrögð hans við því. Kvartaði hann því til sænska knattspyrnusambandsins.

Segir Larsson að Magnús hafi ekki verið sáttur við ákvörðun sína, hann hafi reynt að fá hann til að skipta um skoðun og einnig hótað honum lögsókn.

Þá braut Magnús reglur með því að starfa með leikmanni undir 18 ára aldri, en Larsson var 17 ára þegar Magnús gerðist umboðsmaður hans. Hefur hann ekki réttindi til þess.

Magnús vinnur fyrir Stellar umboðsskrifstofuna og er með leikmenn á sínum snærum víða, íslenska sem erlenda.

Hann getur áfrýjað dómnum til 11. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea